7. október 2014
Trúnaðarráð StéttVest mótmælir árásum á launafólk
Stéttarfélag Vesturlands hélt fund með trúnaðarráði og trúnaðarmönnum félagsins 2. október síðastliðinn þar sem eftirfarandi ályktun um nýtt fjárlagafrumvarp var samþykkt:
Fundur trúnaðarráðs og trúnaðarmanna Stéttarfélags Vesturlands haldinn fimmtudaginn 2. október 2014, mótmælir harðlega frumvarpi til fjárlaga 2015 sem lagt hefur verið fram. Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að draga til baka þ…!--more-->
7. október 2014
Grímulaus leið misskiptingar og ójöfnuðar
Félagsfundur Bárunnar stéttarfélags samþykkti þann 6. október ályktun um þá grímulausu leið misskiptingar og ójöfnuðar sem einkennir orðið íslenskt samfélag, eins og segir í ályktuninni.
Báran, stéttarfélag harmar þann trúnaðarbrest sem orðið hefur á milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda frá undirritun kjarasamninga þann 21. desember 2013. Enn og aftur þurfa þeir sem lægstu launin hafa að …!--more-->
7. október 2014
Kjaramálaráðstefna AFLs Starfsgreinafélags ályktar
AFL Starfsgreinafélag stóð fyrir kjaramálaráðstefnu laugardaginn 4. október sl. þar sem eftirfarandi ályktanir voru samþykktar:
Ályktun um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar; Linnulaus flutningur fjármagns úr samneyslu til þeirra tekjuhærri
Kjaramálaráðstefna AFLs Starfsgreinafélags lýsir áhyggjum af þeim breytingum á skattkerfi sem fram koma í fjárlagafrumvarpi. Félagar AFLs telja boðaða mótv…!--more-->
3. október 2014
Þetta er ekki réttlátt!
ASÍ hefur að undanförnu birt auglýsingar þar sem bent er á ýmis atriði fjárlagafrumvarpsins þar sem farið er gróflega gegn hagsmunum launafólks. Innihjald auglýsingarinnar má sjá að neðan, en auglýsinguna sjálfa er að finna hér.
Fjárlagafrumvarpið 2015 er aðför að launafólki á Íslandi.Fjöldi stéttarfélaga á landinu hefur mótmælt fjárlagafrumvarpinu harðlega í formi ályktana.
Hækkun á matvælum
Hæ…!--more-->
2. október 2014
Efling: Fjárlögin uppskrift að ófriði
Á félagsfundi Eflingar-stéttarfélags var samþykkt ályktun þar sem áformum í nýju fjárlagafrumvarpi er harðlega mótmælt.
Félagsfundur Eflingar-stéttarfélags mótmælir harðlega þeim áformum í fjárlagafrumvarpinu sem leiða mun til skerðingar á kjörum almennings:
Við mótmælum hækkun virðisaukaskatts á matvælum úr 7% upp í 12%.
Við mótmælum styttingu á tímabili atvinnuleysisbóta um hálft ár þegar um …!--more-->