24. september 2014
Aðildarfélög innan SGS senda stjórnvöldum tóninn
Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag og Stéttarfélagið Samstaða hafa sent frá sér harðorðar ályktanir þar sem stefna stjórnvalda og nýtt fjárlagafrumvarp er m.a. gagnrýnt harkalega.
Ályktun frá Bárunni stéttarfélagi
Báran, stéttarfélag lýsir vanþóknun sinni á því hugarfari sem lýsir sér í flestum þeim aðgerðum stjórnvalda sem snerta almennt launafólk á Íslandi og opinberar, í besta fall…
22. september 2014
Verkakvennafélagið Framsókn 100 ára - afmælisráðstefna
Þann 25. október næstkomandi verða liðin 100 ár frá stofnun Verkakvennafélagsins Framsóknar. Í tilefni af 100 ára afmælinu standa Starfsgreinasambandið, Efling stéttarfélag, Alþýðusamband Íslands, Jafnréttisstofa og Kvennasögusafn Íslands fyrir málþingi í Iðnó föstudaginn 10. október kl. 13:00-16:00. Yfirskrift ráðstefnunnar er Verkakonur í fortíð og nútíð. Þar verður sjónum beint að baráttu verka…
17. september 2014
Miðstjórn ASÍ brýnir launafólk fyrir veturinn
Miðstjórnarfundi ASÍ lauk fyrir skemmstu þar sem eftirfarandi ályktun var samþykkt: Miðstjórn ASÍ lýsir yfir miklum vonbrigðum með að ríkisstjórnin velji með fjárlagafrumvarpi sínu fyrir árið 2015 að ráðast enn og aftur gegn hagsmunum launafólks í stað þess að hefja uppbyggingu velferðarkerfisins. Almennt launafólk hefur á síðustu árum tekið á sig miklar byrðar með samdrætti í tekjum, auknum útgjö…
17. september 2014
Þriðja þing ASÍ-UNG vel heppnað
Þriðja þing ASÍ-UNG var haldið 12. september sl. undir yfirskriftinni „Samfélag fyrir alla ... líka unga fólkið“. Þingið sóttu 36 þing- og aukafulltrúar og þar af komu 15 frá félögum innan Starfsgreinasambandsins. Á þinginu fjölluðu Henný Hinz og Ari Eldjárn m.a. um tekjuskiptingu í samfélaginu og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Mikil áhersla var lögð á málefnavinnu á þinginu og skilaði sú…
10. september 2014
Formannafundur afstaðinn
Formenn og varaformenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hittust á tveggja daga fundi á Ísafirði dagana 9. og 10. september. Til umfjöllunar voru hefðbundin mál og dagskrá vetrarins en auk þess var sérstaklega fjallað um vinnustaðaeftirlit og mansal á vinnumarkaði. Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ fjallaði um verkefni sambandsins og stéttarfélaga í vinnustaðaeftirliti og kom fram…