14. ágúst 2014
Ert þú á jafnaðarkaupi?
Starfsgreinasambandið fagnar þeirri miklu umræðu sem hefur verið um jafnaðarkaup í veitingageiranum sérstaklega. Stéttarfélögin hafa undanfarin ár vakið athygli ungs fólks á réttindum sínum, bæði með auglýsingum, bréfum, fjölmiðlaátökum og í gegnum samfélagsmiðla. Þetta virðist hafa borið árangur enda fjölmiðlaumræða mikil og stéttarfélög um allt land hafa varla undan að svara erindum, reikna út l…
22. júlí 2014
Samningurinn við sveitarfélögin samþykktur í atkvæðagreiðslu
Starfsfólk sveitarfélaga í 13 aðildarfélögum SGS hafa samþykkt kjarasamninginn sem undirritaður var 1. júlí síðastliðinn í sameiginlegri rafrænni atkvæðagreiðslu. Já sögðu 78,84% en nei sögðu 21,16%. Alls voru 2.515 félagar á kjörskrá en 378 greiddu atkvæði (15% kjörsókn). Starfsgreinsambandið undirritaði kjarasamning í umboði eftirtalinna félaga: AFL – starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran…
21. júlí 2014
Atkvæðagreiðslu lýkur í kvöld!
Í kvöld á miðnætti mánudaginn 21. júlí lýkur atkvæðagreiðslu um kjarasamning Starfsgreinasambandsins (SGS) við Samband íslenskra sveitarfélaga. Atkvæðagreiðslan er sameiginleg fyrir 13 aðildarfélög SGS og fer fram rafrænt. Þeir sem hafa kosningarétt fengu bréf sent heim með kynningarefni, leiðbeiningum um kosningu ásamt lykilorði. Ef einhver vandræði eru skal hafa samband við viðkomandi stéttarfé…
16. júlí 2014
Skuld ríkisins við launafólk
Í síðustu kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum, sem undirritaðir voru í desember 2013, var gerð tilraun til að vinna gegn verðbólgu. Í staðinn sætti launafólk sig við minni launahækkanir en ella. Þessi aðferð var umdeild og höfðu ekki allir trú á henni eins og sást þegar samningarnir voru felldir í stórum stíl. Þeir samningar sem voru á endanum samþykktir byggðust þó á sömu hugmyndinni, að best…
14. júlí 2014
Ertu verktaki eða starfsmaður?
Það er mikill munur á því að vera launamaður eða verktaki og mikilvægt að fólk átti sig á í hverju munurinn felst. Sem launamaður ertu með ráðningasamning og safnar réttindum á vinnumarkaði, atvinnurekandinn sér um að greiða af þér skatta og þess háttar og þú ert varinn af lögum sem launamaður. Ef þú ert verktaki ertu í raun að selja þjónustu og þú átt í viðskiptum án þess að njóta réttinda sem la…