9. júlí 2014
Atkvæðagreiðsla vegna nýs kjarasamnings
Dagana 11.-22. júlí næstkomandi fer fram atkvæðagreiðsla vegna nýs kjarasamnings SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem undirritaður var þann 1. júlí sl. Í þetta skiptið verður atkvæðagreiðslan með rafrænum hætti og fer hún fram á vef Starfsgreinasambandins, www.sgs.is. Í dag fá allir kosningabærir aðilar sent bréf þar sem má m.a. finna leiðbeiningar um rafrænu atkvæðagreiðsluna. Með bréfinu…
4. júlí 2014
Félagsliðar á Norðurlandi hittast
Boðað var til samráðsfundar félagsliða á Norðurlandi til að ræða launamál, stöðu félagsliða og framtíðarsýn. Á fundinn mættu 13 félagsliðar þrátt fyrir skamman fyrirvara og sumarfrí.
Hugur var í félagsliðum að kynna betur námið og störf sem félagsliðar sinna en það vill brenna við að félagsliðanámið sé ekki metið til launa og ekki sé auglýst eftir félagsliðum sérstaklega. Ákveðið var að ráðast í…
2. júlí 2014
Samið við sveitarfélögin
Starfsgreinasamband Íslands undirritaði samninga við Samband Íslenskra sveitarfélaga í gærkveldi fyrir hönd þrettán aðildarfélaga sinna (AFL starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Stéttarfélag Vesturlands, Stéttarfélagið Samstaða, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Ve…
30. júní 2014
Þekkir þú rétt þinn?
Um þessar mundir stendur Starfsgreinasamband Íslands fyrir átaki undir yfirskriftinni „Þekkir þú þinn rétt?“. Tilgangurinn með átakinu er að vekja unga einstaklinga, sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum í sumar, til umhugsunar um réttindi sín á vinnumarkaði, en því miður er raunin oft sú að unga fólkið er illa að sér um réttindi sín og skyldur.
Stéttarfélög um allt la…!--more-->
25. júní 2014
Er skítur í þínum hornum?
Ef þú greiðir manneskju 2.500 krónur á tímann fyrir að þrífa heima hjá þér ert þú sennilega að greiða undir lágmarkslaunum í landinu. Ef þú tekur 2.500 krónur á tímann fyrir að þrífa heima hjá fólki ert þú ekki að fá greitt sanngjarnt fyrir þína vinnu. Ef þú greiðir eða færð greitt svart ert þú að brjóta lög.
Heimilisþrif eru algeng og er nóg að fara inn á vefsíðuna bland.is til að sjá líflegan …!--more-->