22. október 2019
7. þing Starfsgreinasambands Íslands
7. þing Starfsgreinasambands Íslands verður sett á Hótel Reykjavík Natura í dag, 24. október, og mun standa yfir í tvo daga. Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára. Á þingið í ár mæta alls 140 fulltrúar frá 19 aðildarfélögum sambandsins.
15. október 2019
Ályktun frá stjórnum og trúnaðarmönnum stéttarfélaganna í Suðurkjördæmi
Stjórnir og trúnaðarmenn stéttarfélaganna í Suðurkjördæmi furða sig á vinnubrögðum sveitarfélaganna þegar kemur að kjarasamningsgerð fyrir þá sem starfa á lægstu töxtunum. Vinnubrögð samninganefndar sveitarfélaganna einkennast af virðingarleysi og hroka gagnvart félagsmönnum stéttarfélaganna. Þetta vekur upp spurningar um hvort sveitarstjórnarmenn hafi veitt samninganefnd sveitarfélaganna umboð ti…
14. október 2019
ASÍ og BSRB stofna rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum
Alþýðusamband Íslands og BSRB hafa ákveðið að setja á fót rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum til að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félags- og efnahagsmála. Norræn heildarsamtök á vinnumarkaði starfrækja mörg hver slíkar stofnanir og er því sérstakt ánægjuefni að íslenska verkalýðshreyfingin stígi nú þetta stóra skref. En ekki eru fordæmi fyrir því hér á landi að samtök launafólks stand…
8. október 2019
Yfirlýsing frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga vegna kjaradeilu við samninganefnd sveitarfélaga
Stjórn Verkalýðsfélag Vestfirðinga kom saman í gær til að ræða þá ákvörðun Sambands íslenskra sveitarfélaga að vísa þremur sveitarfélögum, (Súðavíkurhreppi, Reykhólahreppi og Tjörneshreppi) úr samráði sveitarfélaganna í kjaraviðræðum. Félagið sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í kjölfar fundarins.
Verkalýðsfélag Vestfirðinga lýsir yfir furðu sinni með það ægivald sem samninga…
4. október 2019
Hörð og ósveigjanleg afstaða sveitarfélaganna mikil vonbrigði
Deilur hafa staðið milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands um efndir á samkomulagi frá því í júlí 2009 um jöfnun lífeyrisréttinda hjá starfsmönnum sveitarfélaga. Eftir afdráttarlausa neitun sveitarfélaganna á að ræða lausnir í yfirstandandi kjaraviðræðum átti SGS ekki annan kost en að vísa ágreiningsefnum til Félagsdóms í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilu…