5. júní 2019
Nýr kjarasamningur við Bændasamtök Íslands
Starfsgreinasamband Íslands og Bændasamtök Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning 31. apríl síðastliðinn um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf. Auk þess falla ráðskonur/matráðar á bændabýlum undir samninginn.Samningurinn nær ekki til þeirra starfsmanna sem starfa við ferðaþjónustu eða aðra starfsemi sem fellur ekki undir ofangreinda skilgreiningu. Starfsmenn, sem starfa…
28. maí 2019
Nýir kauptaxtar komnir á vefinn
Nýir kauptaxta fyrir þá sem starfa á almennum vinnumarkaði eftir samningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru nú aðgengilegir á vef sambandsins og má nálgast hér. Viðkomandi kauptaxtar gilda frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2020. Samkvæmt töxtunum hækkuðu kauptaxtar frá 1. apríl 2019 um 17.000 kr. á mánuð og almenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf nam 17.000 kr. á mánuði  frá…
28. maí 2019
SGS og Efling vísa kjaradeilu við Samband Íslenskra sveitarfélaga til Ríkissáttasemjara
Viðræður Starfsgreinasambandsins og Eflingar – stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga um nýjan kjarasamning hafa staðið yfir undanfarnar vikur og hafa aðilar átt 5 formlega fundi. Fyrir utan kröfugerð aðila um eðlilegar kjarabætur í samræmi við samninga á almenna markaðnum og önnur mál, hafa verkalýðsfélögin krafist þess að Samband sveitarfélaganna efni samkomulag um jöfnun lífeyrisrétt…
27. maí 2019
Efnilegir ungliðar
Starfgreinasamband Íslands stóð fyrir fundi fyrir ungt fólk á Hótel Hallormsstað á Austurlandi dagana 22. og 23. maí sl. Alls mæti 21 ungliði á aldrinum 18 til 33 ára til fundarins, en öll eru þau félagsmenn í einhverjum af aðildarfélögum SGS. Dagskráin var fjölbreytt og umræðurnar líflegar. Fyrri daginn var m.a. farið yfir nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og fjallað um vinnumarkaðinn í…
27. maí 2019
Tryggjum aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir alla
Á formannafunbdi SGS, sem fram fór á Hótel Hallormsstað dagana 23. og 24 maí síðastliðinn var eftirfarandi ályktun samþykkt: Á undangengnum árum hefur verulega verið dregið úr þjónustu við þá sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, sérstaklega á landsbyggðinni. Fyrir liggur að þeir þurfa oft að ferðast um langan veg með tilheyrandi kostnaði og tekjutapi. Það á einnig við um aðstandendur. Mun a…