6. júlí 2017
Fékkst þú launahækkun?
Starfsgreinasambandið vill minna launafólk á að ganga úr skugga um hvort kjarasamningsbundar launahækkanir hafi skilað sér, en þann 1. maí síðastliðinn hækkuðu laun og launatengdir liðir á almennum vinnumarkaði um 4,5%. Hjá starfsfólki sveitarfélaganna tóku launahækkanir gildi frá 1. júní sl., en þá hækkuðu mánaðarlaun um 2,5% og 1,7% vegna jöfnunar á bilum milli launaflokka í launatöflu. Þá hækk…
29. júní 2017
Þrælahald nútímans – ráðstefna um mansal í haust
Starfsgreinasamband Íslands, ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg, mun þann 14. september 2017 standa fyrir ráðstefnunni Þrælahald nútímans. Fjöldi sérfræðinga á sviði löggæslu, saksóknar og verndar fórnarlamba koma erlendis frá og miðla af reynslu sinni. Þá mun Robert Crepinko frá Europol fjalla sérstaklega um skipulagða glæpastarfsemi varðandi mansal í Evrópu. Fólk sem vill…
27. júní 2017
Tímaskráning margborgaði sig
Nýlega var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Suðurlands varðandi tvo félagsmenn Verkalýðsfélags Suðurlands sem störfuðu hjá ferðaþjónustufyrirtæki á Suðurlandi árið 2015. Starfsmennirnir höfðu verið hlunnfarnir varðandi laun og önnur kjör og leituðu þeir því til síns stéttarfélags
27. júní 2017
Stofnanasamningur við Vegagerðina endurnýjaður
Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands og Vegagerðarinnar hafa endurnýjað stofnanasamning. Í því felst að allir starfsmenn sem starfa samkvæmt samningnum hækka um einn launaflokk en auk þess er svigrúm til að hækka um annan launaflokk vegna markaðsaðstæðna. Nýr stofnanasamningur gildir frá 1. júní 2017. Samninginn má lesa hér.
21. júní 2017
Hrund Karlsdóttir nýr formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur
Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur var haldinn í húsakynnum félagsins þann 19. júní síðastliðinn. Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf áttu sér stað formannaskipti í félaginu. Lárus Benediktsson lét af embætti eftir að hafa gengt hefur formennsku í félaginu í 17 ár og við tók Hrund Karlsdóttir. Enginn bauð sig fram á móti Hrund til formanns félagsins og var hún því sjálfkjörin.…